Túnin eru nær ónýt

Tún Ævars Marinóssonar í Tunguseli koma illa undan vetri.
Tún Ævars Marinóssonar í Tunguseli koma illa undan vetri. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

„Þetta eru áföll sem bændur þurfa að takast á við og ekkert annað í boði en að halda áfram og leita eftir heyfeng annars staðar í sumar,“ segir Ævar Marinósson, bóndi í Tunguseli, innsta býlinu á Langanesi.

Tún hans koma mjög illa undan vetri og segir Ævar að hátt í 90 prósent þeirra séu svo kalin að þau megi heita ónýt.

Svipuð staða er á bænum Syðra-Álandi í Þistilfirði og líklega fleiri bæjum. Segir bóndinn þar, Ólafur Birgir Vigfússon, að þeir bændurnir skoði nú í sameiningu möguleika á landnýtingu annars staðar því þeirra tún séu nánast gagnslaus þetta sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert