Undanþága ekki útilokuð ennþá

Ferðamenn á Skólavörðustíg.
Ferðamenn á Skólavörðustíg. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki er útilokað að íbúar fleiri landa verði undanþegnir sóttkví við komuna til Bretlands, en tilgreind eru á lista sem lagður var fram af breskum ferðaþjónustuaðilum.

Til skoðunar er í breska þinginu að víkja frá kröfum um 14 daga sóttkví eftir komu frá ákveðnum löndum, en Ísland er ekki á meðal þeirra ríkja sem tilgreind eru á lista bresks ferðaiðnaðar. „Sá 45 ríkja er óskalisti ferðaþjónustunnar um lönd sem semja ætti við, hann kemur ekki frá stjórnvöldum og útilokar ekki að fleiri lönd verði undanþegin,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

„Breska sóttkvíin tók gildi á mánudag og ferðaiðnaðurinn er mjög óhress, margir telja einhverja hnökra vera á framkvæmdinni. Við höfum verið í samskiptum við bresk stjórnvöld og okkar fólk í Lundúnum vegna þessa en málið er ekki komið langt,“ segir Guðlaugur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert