42% kvenna heima með börnin

Mikil röskun varð á skólahaldi á tímum kórónuveirunnar. Ríflega þriðjungur …
Mikil röskun varð á skólahaldi á tímum kórónuveirunnar. Ríflega þriðjungur svarenda í könnun var heima með börn vegna skertrar þjónustu grunn- og leikskóla. Konur virðast hafa frekar sinnt því hlutverki en karlar. ljósmynd/Hari

Það kom í hlut kvenna í mun meira mæli en karla að vera heima með börn meðan á faraldri kórónuveirunnar stóð, vegna skertrar þjónustu skólanna. 42% kvenna segjast í nýbirtri könnun BSRB hafa þurft að vera heima með börn á þessum tíma en hlutfallið var 30% meðal karla.

Ríflega helmingur þeirra sem þurftu að vera heima vegna lokunar skóla gat unnið heima í samráði við yfirmann en 10% nýttu til þess orlofsdaga sína eða tóku launalaust leyfi til að vera heima, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Umtalsverður munur var á aðstöðu fólks eftir tekjum og menntun til að vera heima og sinna vinnu og annast börnin vegna lokana meðan á faraldrinum stóð. Aðeins um tólf prósent fólks með tekjur undir 400 þúsund gátu unnið heima á þessum tíma en til samanburðar áttu tæplega 64 prósent þeirra sem eru með heimilistekjur yfir einni milljón kr. á mánuði þess kost að vinna heima, að því er fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar sem birtar eru á vefsíðu BSRB.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert