Fyrirvaralaust teknar úr sölu

Jakob F. Ásgeirsson.
Jakob F. Ásgeirsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi í Uglu, segir að Ingimar Jónsson, forstjóri Pennans, fari vísvitandi með rangfærslur varðandi framferði Pennans við Uglu.

Morgunblaðið hefur í vikunni greint frá því að bækur bókaútgáfunnar sem voru komnar í streymi hjá Storytel hafi verið teknar úr sölu í verslunum Pennans.

„Þrátt fyrir að nýjustu bækur Uglu hefðu raðað sér á metsölulista Eymundsson undanfarna mánuði voru þær teknar fyrirvaralaust úr sölu og öllum ummerkjum um þær eytt í vefverslun Pennans. Þetta eru alveg nýir viðskiptahættir,“ skrifar Jakob og kveðst vona að yfirvofandi athugun Samkeppniseftirlitsins leiði til þess að nýjar útgáfubækur Uglu verði til sölu hjá hinu góða starfsfólki Eymundsson-búðanna og að neytendur eigi þess kost að njóta nýútkominna bóka jafnt á prenti sem í vönduðum upplestri í hljóðbókastreymi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert