Goðafoss friðlýstur

Auk ráðherra eru á myndinni fulltrúar landeigenda, sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar, Umhverfisstofnunar …
Auk ráðherra eru á myndinni fulltrúar landeigenda, sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar, Umhverfisstofnunar og ráðuneytisins. Ljósmynd/Auðunn Níelsson

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, und­ir­ritaði friðlýs­ingu Goðafoss í Skjálf­andafljóti í dag.

Foss­inn er einn af vin­sæl­ustu ferðamanna­stöðum Norður­lands.

Goðafoss er með vatns­mestu foss­um lands­ins. Hann grein­ist í tvo meg­in­fossa og nokkra smærri og er ásýnd hans fjöl­breyti­leg eft­ir vatns­magni, veðurfari og árstíð, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Foss­inn er 9 til 17 metra hár og um 30 metra breiður. Landið við vest­ur­bakka Goðafoss heit­ir Hrút­ey og af­mark­ast hún af Hrút­eyj­arkvísl, sem grein­ist frá Skjálf­andafljóti ofan við Goðafoss, en sam­ein­ast fljót­inu aft­ur alllöngu neðar.

Ljós­mynd/​Auðunn Ní­els­son

Meg­in­mark­mið með vernd­un svæðis­ins er að vernda sér­stak­ar nátt­úru­m­inj­ar, breyti­leika jarðmynd­ana og foss­inn sjálf­an og er hann friðlýst­ur sem nátt­úru­vætti. Friðlýs­ing­in fel­ur meðal ann­ars í sér að nátt­úru­legu vatns­rennsli í foss­inn er viðhaldið sök­um feg­urðar hans og sér­kenna og úti­vist­ar­gild­is svæðis­ins.

„Í dag friðlýst­um við eina helstu nátt­úruperlu lands­ins,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, í til­kynn­ing­unni. „Með friðlýs­ing­unni verður komið á skipu­legri um­sjón með svæðinu með land­vörslu og þar með einnig fræðslu og eft­ir­liti. Friðlýs­ing Goðafoss er afar ánægju­legt skref í nátt­úru­vernd á Íslandi og trygg­ir að kom­andi kyn­slóðir geti notið hans um ókomna tíð.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert