„Við erum að breyta ásýnd og láta vita að þetta er göngugata,“ segir Rebekka Guðmundsdóttir, borgarhönnuður hjá Reykjavíkurborg, en nú er verið að mála hluta Laugavegs sem verður að göngugötu fram í byrjun október. Úr lofti sést orðið „GÖNGUGATA“ málað með varanlegri málningu á veginn.
Í myndskeiðinu er rætt við Rebekku um framkvæmdina en myndmálið á veginum er hannað af listamanninum Brynjari Inga og myndar á köflum leiki sem vegfarendur geta leikið sér með.
Lokunin byrjar við gatnamótin þar sem Frakkastígur sker Laugaveg og hefur verið umdeild þar sem rekstraraðilar á svæðinu hafa mótmælt lokuninni harðlega.