Sky Lagoon á Kársnesi

Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon.
Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon.

Nýtt baðlón sem nú rís vest­ast á Kárs­nesi í Kópa­vogi hef­ur fengið nafnið Sky Lagoon. Lónið verður opnað gest­um vorið 2021 og í fyrsta áfanga er gert ráð fyr­ir heitu baðlóni við sjó­inn með út­sýni út á hafið og til Bessastaða, kaldri laug og gufu­böðum.

Um er að ræða eina af stærstu fram­kvæmd­um í ferðaþjón­ustu síðustu ár. Áætlaður fram­kvæmda­kostnaður er um fjór­ir millj­arðar króna.

„Him­inn­inn er óvænti þátt­ur­inn í upp­lif­un­inni og þannig varð nafnið til, Sky Lagoon,“ seg­ir Dagný Pét­urs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sky Lagoon. Dagný starfaði um ára­bil sem fram­kvæmda­stjóri Bláa lóns­ins.

Alþjóðlega fyr­ir­tækið Pursuit stend­ur að opn­un Sky Lagoon. Fyr­ir­tækið á einnig Fly Over Ice­land sem er úti á Granda, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert