Taka út tjón vegna kals

Nöturlegt er að líta yfir túnin sem ættu að vera …
Nöturlegt er að líta yfir túnin sem ættu að vera orðin vel græn í venjulegu árferði. Líney Sigurðardóttir

Bjargráðasjóði er ætlað að bæta tjón vegna kals í túnum. Sjóðurinn er ekki stór og ræður ekki við stóráföll og þarf því að leita eftir aukafjárveitingu frá stjórnvöldum þegar umfangið verður mikið, eins og útlit er fyrir í ár.

Bjargráðasjóður hefur samið við nokkra aðila um að taka út tjón hjá bændum. Þeir eru að störfum um þessar mundir og verkinu lýkur ekki strax þar sem sums staðar er kalið enn að koma fram. Þá þarf að meta afurðatjón í haust.

Ljóst er orðið að mikið kaltjón er víða um norðan- og austanvert landið en ekki hefur frést af kali á Suður- og Vesturlandi. Miðað við það sem Sigurgeir B. Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, hefur heyrt er ástandið einna verst í Aðaldal og Kaldakinn. Verulegt tjón er einnig í Fnjóskadal. Í Eyjafirði er ástandið verst í Hörgárdal og Öxnadal, þar eru stór svæði kalin, að sögn Sigurgeirs.

Sagt var frá afar slæmu ástandi á Langanesi og í Þistilfirði í Morgunblaðinu í gær og einnig eru tún illa farin á ýmsum stöðum á Austurlandi, að því er fram kemur í blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert