„Taprekstur staðreynd og skuldir vaxa hratt“

Afkoma A-hluta Reykjavíkurborgar var tæplega 2.300 milljónum lakari en áætlanir …
Afkoma A-hluta Reykjavíkurborgar var tæplega 2.300 milljónum lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Nú eru liðin tvö ár frá því að Viðreisn komst í meiri­hluta með vinstri flokk­un­um í borg­inni. Þá var gerður sátt­máli um að greiða niður skuld­ir á meðan efna­hags­ástandið væri gott en á það lögðu full­trú­ar Viðreisn­ar þunga áherslu. Það hef­ur gjör­sam­lega brugðist og skuld­ir borg­ar­inn­ar auk­ist um tugi millj­arða í góðæri.“

Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá Sjálf­stæðis­flokkn­um í Reykja­vík vegna rekstr­araf­komu A-hluta Reykja­vík­ur­borg­ar sem er nei­kvæð um 1,3 millj­arða á fyrsta árs­fjórðungi árs­ins. Áætlað hafði verið að af­kom­an yrði já­kvæð um 964 millj­ón­ir á tíma­bil­inu. Niðurstaðan var því tæp­lega 2,3 millj­örðum króna lak­ari en áætlað var.

Í til­kynn­ing­unni er rifjað upp það sem stend­ur á 11. blaðsíðu sam­starfs­sátt­mála Viðreisn­ar, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Pírata og Vinstri grænna. Þar seg­ir: „Borg­in skal rek­in með ábyrg­um og sjálf­bær­um hætti. Skuld­ir skulu greidd­ar niður meðan efna­hags­ástandið er gott.“

„Þetta þriggja mánaða upp­gjör sýn­ir það svart á hvítu að ekki hef­ur verið lögð áhersla á að greiða niður skuld­ir. Enn frem­ur sýn­ir upp­gjörið það glöggt hversu illa borg­in er und­ir áföll búin líkt og kór­ónukrepp­una,“ seg­ir Eyþór Arn­alds odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­inni.

Eyþór Arnalds segir uppgjörið sýna að meirihlutinn hafi ekki staðið …
Eyþór Arn­alds seg­ir upp­gjörið sýna að meiri­hlut­inn hafi ekki staðið við fög­ur fyr­ir­heit um að greiða niður skuld­ir í góðær­inu. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Meiri­hlut­inn hafi þver­brotið eig­in sátt­mála 

Árs­hluta­upp­gjörið var til af­greiðslu í borg­ar­ráði í morg­un en Sjálf­stæðis­flokk­ur lagði fram bók­un á fund­in­um. Þar seg­ir: 

„Af­koma borg­ar­inn­ar er um­tals­vert lak­ari en gert var ráð fyr­ir í áætl­un. Mun­ar hér heil­um 2.228 millj­ón­um. Ta­prekst­ur er staðreynd og skuld­ir vaxa hratt. At­hygli vek­ur að þetta er þriggja mánaða upp­gjör á þeim tíma sem áhrif COVID-19 voru ekki kom­in fram.

Veltu­fé frá rekstri er hrunið í 2,9% sem er langt und­ir viðmiðun­ar­mörk­um borg­ar­inn­ar sjálfr­ar sem er 9%. Reykja­vík­ur­borg er ekki vel búin til að tak­ast á við áföll enda var skulda­söfn­un gíf­ur­leg í góðær­inu.

Skuld­ir hækka um fjóra millj­arða á þrem­ur mánuðum. Skulda­hlut­fall hækk­ar núna hratt. Meiri­hlut­inn hef­ur núna starfað í tvö ár og hef­ur þver­brotið eig­in sátt­mála með því að borga ekki niður skuld­ir í góðær­inu eins meiri­hluta­sátt­mál­in kvað skýrt á um. Viðreisn lofaði viðreisn í fjár­mál­um Reykja­vík­ur­borg­ar og lækk­un skulda. - Það klikkaði.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert