Þokukennd framtíð vegna ákvarðanafælni

Skjálftamælingar. Vísindamenn Ísor við rannsóknir.
Skjálftamælingar. Vísindamenn Ísor við rannsóknir. Ljósmynd/Þórður Arnar Þórðarson

Fráfarandi forstjóri Íslenskra orkurannsókna (Ísor) telur að stjórnvöld hafi vanrækt stefnumótun fyrir fyrirtækið. Aldrei hafi verið ákveðin eigendastefna. Framtíðin sé óþarflega þokukennd vegna langvarandi ákvarðanafælni í málefnum þess.

Kom þetta fram í ræðu Ólafs G. Flóvenz á ársfundi Ísor á dögunum. Hann sagði að á þeim 17 árum sem félagið hefði starfað sem sjálfstæð ríkisstofnun hefðu níu ráðherrar farið með málefni hennar og hefði því hver þeirra setið í um tvö ár að meðaltali. Í samtali við Morgunblaðið segir Ólafur að það segi sig sjálft, þegar þetta sé skoðað, að ráðherrarnir hafi haft stuttan tíma til að setja sig inn í málin.

Stjórn og stjórnendur Ísor gerðu á síðasta ári athugun á sviðsmyndum til framtíðar. Ólafur segir að aðeins tvær leiðir komi til greina. Annars vegar að fyrirtækið verði einkavætt eða það verði gert að Jarðfræðistofnun Íslands og því falin umtalsverð verkefni fyrir ríkið. Varðandi einkavæðinguna segir Ólafur að þá verði fyrirtækið gírað niður og látið renna inn í einhverja verkfræðistofu. Eftir sætu einhver af verkefnum Ísor sem aðrar stofnanir þyrftu þá að sinna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert