Bjarni kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd …
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á mánudag þar sem afskipti hans og ráðuneytisins af ráðningu Þor­vald­ar Gylfa­son­ar í starf rit­stjóra nor­ræna fræðirits­ins Nordic Economic Policy Review verða til umræðu. mbl.is/​Hari

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis á mánudag. Á fundinum verður rætt um verklag ráðherra við tilnefningar í stöður og verður fundurinn opinn.  

Tilefnið er af­skipti fjár­málaráðherra og starfs­manna fjár­málaráðuneyt­is­ins af ráðningu Þor­vald­ar Gylfa­son­ar í starf rit­stjóra nor­ræna fræðirits­ins Nordic Economic Policy Review. 

Guðmund­ur Andri Thors­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, óskaði eftir því fyrr í vikunni að Bjarni kæmi fyr­ir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is, til þess að inna hann eft­ir svör­um um fram­göngu fjár­málaráðuneyt­is­ins. Fram kemur í Facebook-færslu ráðherra frá því í gær að það sé meira en sjálfsagt að mæta fyrir þingnefnd og fara nánar ofan í saum­ana á því hvers vegna hann telji Þor­vald Gylfa­son tæp­lega eiga sam­leið með sínu ráðuneyti í þessu verk­efni eða yf­ir­höfuð um önn­ur stefnu­mark­andi mál. 

Fundurinn hefst klukkan 9:45 á mánudag. Ásamt Bjarna mun Tómas Brynjólfsson skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála fjármála- og efnahagsráðuneytisins einnig mæta á fundinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert