ESB gerir athugasemd við fetaost frá MS

Fetaostur Mjólkursamsölunnar er framleiddur á Íslandi.
Fetaostur Mjólkursamsölunnar er framleiddur á Íslandi. Ljósmynd/Mjólkursamsalan

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sent íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem óskað er staðfestingar á því að Mjólkursamsalan noti vörumerkið feta um vörur sínar. Samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins um upprunavernd er vörumerkið feta verndað, og má aðeins nota það um ost framleiddan á Grikklandi með þar til gerðri aðferð. Samningur Evrópusambandsins og Íslands um upprunavernd tók gildi 1. maí 2016. RÚV greinir fyrst frá.

Tilefni viðbragða framkvæmdastjórnarinnar er fyrirspurn frá gríska evrópuþingmanninum Emmanouil Fragkos en hann benti á að ýmsar vörur Mjólkursamsölunnar á Íslandi bæru slík nöfn, svo sem Dala Feta og Salat Feta.

Ýmsar vörur njóta upprunaverndar innan Evrópusambandsins á grundvelli samkomulagsins. Þannig má vín aðeins heita Champagne sé það framleitt í samnefndu héraði, og Parma-skinka komi hún frá ítölsku borginni Parma eða nágrenni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert