Fjölmennasta mótið til þessa

Meðal þeirra sem öttu kappi í gær voru stúlkur úr …
Meðal þeirra sem öttu kappi í gær voru stúlkur úr Breiðabliki og Fjarðabyggð og var allt lagt í sölurnar á vellinum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Keppni hófst á TM-mótinu í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Á mótinu keppa stúlkur í 5. flokki í knattspyrnu, en mótið hefur verið haldið á hverju ári frá 1990.

Þátttakendur og aðstandendur hafa streymt til Eyja síðustu daga, en dagskrá mótsins hófst á miðvikudag með bátsferðum og fleiru. Ekki er heldur ólíklegt að einhverjar stúlknanna hafi prófað að spranga.

Mótið í ár er það stærsta hingað til. Alls taka 100 lið þátt að þessu sinni og hefðu raunar verið fleiri ef kórónuveiran hefði ekki sett strik í reikninginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert