Gengur vel þrátt fyrir blauta fætur og blöðrur

Snjódrífurnar láta ekkert, ekki neitt, stoppa sig.
Snjódrífurnar láta ekkert, ekki neitt, stoppa sig. Ljósmynd/Aðsend

Það var góður gangur hjá Snjódrífunum í dag þrátt fyrir erfið veðurskilyrði og voru þær búnar að ganga um 25 kílómetra um miðjan dag og voru hvergi nærri hættar þrátt fyrir vont veður. Það var þungt færi í dag, kalt og mikill vindur.

Þær hafa gengið meira en 100 kílómetra frá því þær lögðu af stað sunnudaginn 7. júní og eru því rúmlega hálfnaðar á göngu sinni þvert yfir Vatnajökul. Fyrirhugað er að gangan taki tíu daga en það er háð veðri og vindum.

Leiðin er um 150 kílómetrar en nákvæm lengd fer eftir því hvar drífurnar ganga niður af jöklinum – tveir staðir koma til greina, þeir eru Geldinganes eða Snæfell. Hægt er að fylgjast með ferðalagi þeirra.

Hægt er að fylgjast með ferðalaginu á til þess gerðri …
Hægt er að fylgjast með ferðalaginu á til þess gerðri vefsíðu. Hlekkurinn er í fréttinni. Skjáskot

Sáu Herðubreið í norðri og Snæfell úr austri

„Allur hópurinn er að standa sig mjög vel þrátt fyrir blauta fætur og blöðrur. Við ætlum að ganga meira þrátt fyrir þungt færi. Það var rosalega gleðilegt þegar það birti til um miðjan dag og við sjáum Herðubreið í norðri og Snæfell í austri,“ segir Soffía S. Sig­ur­geirs­dótt­ir í samtali við mbl.is. Hún missti tánögl fyrr í dag en lætur það ekki stöðva sig.

Snjódríf­urn­ar standa að baki átaks­verk­efn­inu Lífs­krafti, en mark­miðið með Lífs­krafti er að safna áheit­um fyr­ir fé­lög­in Kraft, fé­lag ungs fólks með krabba­mein, og Líf, styrkt­ar­fé­lag kvenna­deild­ar Land­spít­al­ans.

Sirrý Ágústs­dótt­ir er upp­hafs­mann­eskja átaks­ins, en hún greind­ist með leg­hálskrabba­mein árið 2010 og aft­ur 2015. Í síðara skiptið var ljóst að krabba­meinið væri krón­ískt og töldu lækn­ar að hún ætti þá eitt til þrjú ár eft­ir ólifað. Nú eru fimm ár síðan og Sirrý fékk vin­kon­urn­ar í Snjódríf­um til að fagna líf­inu og þess­um tíma­mót­um með sér.

Fólk um allt land styður við bakið á þeim

Fólk hefur stutt hressilega við bakið á Snjódrífunum og segjast þær vera gríðarlega þakklátar og „meyrar.“ Hópurinn Minn lífskraftur var stofnaður og þar getur fólk fylgst með, tekið þátt og sagt sínar sögur. Þá er búið að skipuleggja fjölda viðburða um allt land til stuðnings Snjódrífunum.

Leiðang­urs­stjór­ar eru Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir, pól- og Ev­erest­fari, og Bryn­hild­ur Ólafs­dótt­ir, Land­vættaþjálf­ari og fjalla­leiðsögumaður. Vernd­ar­ar göng­unn­ar eru afi Sirrýj­ar, Gunn­ar Þórðar­son á Borg í Arnar­f­irði, og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, dóms­málaráðherra og yf­ir­maður al­manna­varna. 

Auk Sirrýj­ar, Vil­borg­ar og Bryn­hild­ar skipa Snjódríf­urn­ar Anna Sig­ríður Arn­ar­dótt­ir, Birna Braga­dótt­ir, Heiða Birg­is­dótt­ir, Hólm­fríður Vala Svavars­dótt­ir, Hulda Hjálm­ars­dótt­ir, Kar­en Kjart­ans­dótt­ir, Soffía S. Sig­ur­geirs­dótt­ir og Þórey Vil­hjálms­dótt­ir.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um göng­una og styrkt­ar­núm­er fyr­ir Lífs­kraft má finna á Face­book-síðu átaks­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert