Heimsókn, ekki faraldur

Stærri og litríkari aðmíráll. Myndin var tekin á Reykjanesi síðasta …
Stærri og litríkari aðmíráll. Myndin var tekin á Reykjanesi síðasta haust. Ljósmynd/Erling Ólafsson

Athugasemdirnar hrönnuðust upp þegar Erling Ólafsson skordýrafræðingur sagði frá því á samfélagsmiðlum í fyrradag að einkanlega mikið væri um aðmírálsfiðrildi á sunnanverðu landinu þessa stundina.

Í samtali við Morgunblaðið segir hann undirtektirnar til marks um mikla útbreiðslu þessarar litríku og stóru fiðrildategundar þetta árið.

Erling biðst undan því að lýsa ástandinu með sama orði og blaðamaður hefur af skiljanlegum ástæðum tilhneigingu til, þ.e. að kalla þetta faraldur. Hann segir þetta öllu heldur ánægjulega heimsókn, sem sé einkar víðtæk að þessu sinni. Erling útskýrir að fiðrildin flækist hingað norður til Íslands með hlýjum loftstraumi sunnan úr álfu og sé fjöldinn mismikill eftir árferði. Hér dvelja þau síðan yfir sumarið og týna tölunni eitt af öðru, ýmist af náttúrulegum orsökum eða fara í gogginum á voldugri vængjuðum dýrum, sem er reyndar einnig náttúruleg orsök útaf fyrir sig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert