Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar ekki að keppa í heimsleikunum í crossfit á þessu ári. Þar að auki ætlar hún ekki að stunda íþróttina fyrr en breytingar hafa verið gerðar hjá fyrirtækinu CrossFit.
Ákvörðunin tengist rasískum ummælum Greg Glassman, sem sagði í framhaldinu af sér sem forstjóri CrossFit.
Katrín Tanja greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. Hún segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð CrossFit vegna málsins og telur að grundvallarbreytingar hafi ekki verið gerðar á starfseminni.
„Ég skammast mín og er vonsvikin og reið vegna atburða síðustu daga hjá stofnun sem ég hef lagt mig alla fram við að þjóna á sem allra bestan hátt,“ skrifar hún.
Katrín Tanja hefur tvívegis unnið heimsleikana í crossfit, árið 2015 og 2016. Í fyrra lenti hún í 4. sæti á heimsleikunum og varð efst af íslensku konunum sem tóku þátt í þeim.
View this post on InstagramA post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jun 12, 2020 at 3:21pm PDT
View this post on InstagramA post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jun 11, 2020 at 12:54pm PDT
View this post on InstagramA post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jun 7, 2020 at 10:29am PDT