Mistök gerð við stjórn Fjordvik

Fjordvik skemmdist mikið í strandinu og fór að lokum í …
Fjordvik skemmdist mikið í strandinu og fór að lokum í brotajárn í byrjun síðasta árs eftir að skipið Rolldock Sea sigldi með það frá Íslandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Orsök strands sementsskipsins Fjordvik er mistök við stjórn skipsins sem rekja má til ófullnægjandi undirbúnings og samráðs milli hafnsögumanns og skipstjóra varðandi siglingu þess.

Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa á strandinu, sem varð í nóvember árið 2018 í Helguvík í Reykjanesbæ. Skipinu var siglt röngu megin við varnargarð með þeim afleiðingum að það strandaði og skemmdist mikið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Þrátt fyrir að hafnsögumaður og skipstjóri hafi farið yfir væntanlega siglingu virðist sem þeir hafi ekki haft sömu sýn á hvernig siglt skyldi inn til hafnarinnar né hvernig bregðast skyldi við ef frá þyrfti að hverfa,“ segir í skýrslunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert