„Ef það er eindregin stefna borgarinnar að gera þetta svæði að lokuðu svæði er borgin að gefa hreyfihömluðum þau skilaboð að við eigum afskaplega lítið erindi í miðborgina.“
Þetta segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, í Morgunblaðinu í dag.
Reykjavíkurborg hefur óskað eftir því við umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að sveitarfélög fái sjálf að ákveða hvort hreyfihamlaðir fái að aka um göngugötur.