Verði með andlitsgrímur á leið til landsins

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi …
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna opnunar landamæra Íslands 15. júní. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samkvæmt leiðbeiningum frá Sóttvarnastofnun Evrópu og Flugöryggisráðs Evrópu verða farþegar til Íslands beðnir að vera með andlitsgrímur um borð í flugvélum og á flugvöllum.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna opnunar landamæra Íslands 15. júní.

Þórólfur sagði þó ekki ráðgert að hvetja fólk til að vera með andlitsgrímur innanlands, og ítrekaði þá afstöðu sína, sem komið hefur fram áður, að hann teldi litla gagnsemi í því. Samt sem áður væri fólk hvatt til að fylgja ráðleggingum Sóttvarnastofnunarinnar um að vera með andlitsgrímur á ferðalaginu.

Þá sagði Þórólfur að þrátt fyrir að upp kunni að koma smit sé ólíklegt að grípa þurfi aftur til viðtækra takmarkandi aðgerða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert