Æfing hófst í Flugstöð Leifs Eiríkssonar klukkan 14 í dag vegna sýnatöku ferðamanna sem hefst formlega á mánudagsmorgun.
Settir hafa verið upp básar og tölvukerfi sem heldur utan um upplýsingar um farþega. Á meðal þeirra sem voru á svæðinu þegar æfingin hófst var Alma D. Möller landlæknir.
„Aukaleikarar“ eru í hlutverki ferðamanna og þeir látnir fara í gegnum ferlið, auk þess sem tölvufræðingar og aðrir taka þátt í æfingunni svo allir verði klárir í slaginn á mánudaginn þegar raunverulegir ferðamenn koma til landsins.