Eldgos brjótist út í lok jökulhlaups

Vatnajökull. Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls.
Vatnajökull. Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls. mbl.is/RAX

Vís­indaráð al­manna­varna seg­ir að vatns­borð í Grím­svötn­um standi frem­ur hátt, auk þess sem kvikuþrýst­ing­ur sé hár í kviku­hólf­inu und­ir öskj­unni.

„Því verður að gera ráð fyr­ir þeim mögu­leika að eld­gos brjót­ist út í lok jök­ul­hlaups, sem gæti orðið á næstu vik­um eða mánuðum.  Alls ekki er víst svona fari, jök­ul­hlaup á næst­unni þarf ekki að leiða til eld­goss,“ seg­ir vís­indaráðið.

Vegna aðstæðna í Grím­svötn­um hef­ur vís­indaráð ákveðið að fara bet­ur yfir stöðu mála í næstu viku.

Ráðið grein­ir frá því að al­gengt sé að 5 til 10 ár séu á milli gosa í Grím­svötn­um. Síðast gaus þar árið 2011.

„Á þeim tíma sem liðinn er frá gos­inu benda af­lög­un­ar­mæl­ing­ar til þess að kvika hafi safn­ast fyr­ir og þrýst­ing­ur í kviku­hólfi auk­ist. Jarðhiti á yf­ir­borði fer einnig vax­andi og í síðustu viku mældu starfs­menn Veður­stof­unn­ar SO2 í suðvest­ur­horni Grím­s­vatna, nærri þeim stað þar sem gaus 2004 og 2011.  Þetta er í fyrsta sinn sem SO2 mæl­ist í svo miklu magni í eld­stöð á Íslandi án þess að eld­gos sé í gangi og er vís­bend­ing um grunn­stæða kviku,“ seg­ir vís­indaráð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert