Brunasár og slitin krossbönd hafa engin áhrif

Vil­borg Arna gerir að sárum Sirrýar. Glöggir taka eftir spelkunni …
Vil­borg Arna gerir að sárum Sirrýar. Glöggir taka eftir spelkunni á hné Vilborgar en hún er með slitin krossbönd. Ljósmynd/Aðsend

„Við ætlum að klára jökulinn í dag og vorum rétt í þessu að koma okkur í 1.563 metra hæð þegar við fórum upp á Goðahnjúkinn. Við horfum yfir Lónsöræfin, þetta er algjörlega geggjað,“ segir Snjódrífan Soffía Sigurgeirsdóttir í samtali við mbl.is.

„Þetta er fallegasti dagur í heimi,“ bætir hún við.

Snjódrífurnar eru á áttunda degi ferðalags síns sem er nokkuð metnaðarfullt, það er að þvera sjálfan Vatnajökul og er hluti af átaksverkefninu Lífskrafti sem þær standa að. Leiðin er um 150 kílómetrar að lengd.

Safna fyrir Kraft og Líf

Markmiðið með því er að safna áheitum fyrir félögin Kraft, félag ungs fólks með krabbamein, og Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans.

Snjódrífurnar eru Sirrý Ágústsdóttir, upphafsmanneskja átaksins, Anna Sig­ríður Arn­ar­dótt­ir, Birna Braga­dótt­ir, Heiða Birg­is­dótt­ir, Hólm­fríður Vala Svavars­dótt­ir, Hulda Hjálm­ars­dótt­ir, Kar­en Kjart­ans­dótt­ir, Soffía S. Sig­ur­geirs­dótt­ir og Þórey Vil­hjálms­dótt­ir.

Leiðang­urs­stjór­ar eru Vil­borg Arna Giss­ur­ar­dótt­ir, pól- og Ev­erest­fari, og Bryn­hild­ur Ólafs­dótt­ir, Land­vættaþjálf­ari og fjalla­leiðsögumaður.

Snjódrífurnar eru að safna áheitum fyrir góðan málstað.
Snjódrífurnar eru að safna áheitum fyrir góðan málstað. Ljósmynd/Aðsend

Rétt ókomnar niður af jöklinum

Drífurnar gengu 28 kílómetra leið í gær og áttu því um 30 kílómetra leið eftir í dag. Þær vöknuðu klukkan sex í morgun og komu sér af stað og voru rétt ókomnar niður af jöklinum klukkan hálftvö þegar mbl.is náði tali af Brynhildi.

Snjódrífurnar eru að koma niður af jöklinum.
Snjódrífurnar eru að koma niður af jöklinum. Skjáskot

Brynhildur segist í samtali við mbl.is ekki eiga orð yfir kraftinn í hópnum – þær láta hælsæri, brotnar táneglur, brunasár og slitin krossbönd ekkert láta á sig fá og halda ótrauðar áfram.

Þær koma niður af jökli í Geldingafelli þar sem þær ætla að gista í skála áður en þær ganga um 14 kílómetra leið til byggða þangað sem þær verða sóttar. Brynhildur segir það með ólíkindum hvers konar lukka hefur fylgt leiðangrinum sem hefur gengið nánast fullkomlega upp og veðrið hefur verið frábært fyrir utan á föstudaginn.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um göng­una og styrkt­ar­núm­er fyr­ir Lífs­kraft má finna á Face­book-síðu átaks­ins. 

Hægt er að styðja við Lífskraft með því að senda SMS í símanúmerið 1900:
Sendið textann „LIF1000“ fyrir 1.000 kr.
Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 kr.
Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 kr.
Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 kr.

Hægt er að styðja við Lífskraft með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR-appinu í síma 789-4010.

Veðrið hefur verið ótrúlega gott alla daga nema einn.
Veðrið hefur verið ótrúlega gott alla daga nema einn. Ljósmynd/Aðsend
Frostið uppi á jökli hefur leikið varirnar á Birnu Bragadóttur …
Frostið uppi á jökli hefur leikið varirnar á Birnu Bragadóttur grátt. Ljósmynd/Aðsend
Það var gott að geta skellt sér á skíðin og …
Það var gott að geta skellt sér á skíðin og látið sig renna niður síðasta kaflann. Ljósmynd/Aðsend
Útsýnið uppi á jökli er magnað í góðu skyggni.
Útsýnið uppi á jökli er magnað í góðu skyggni. Ljósmynd/Aðsend
Brynhildur leiðangursstjóri.
Brynhildur leiðangursstjóri. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert