Farsóttarhúsið við Rauðarárstíg opnað aftur í dag

Húsið verður aftur nýtt sem sóttvarnahús og mun Rauði krossinn …
Húsið verður aftur nýtt sem sóttvarnahús og mun Rauði krossinn sjá um að starfrækja það. Ljósmynd/Íslandshótel

Rauði kross­inn opn­ar að nýju sótt­varna­hús við Rauðar­ár­stíg í dag og verður það starf­rækt á meðan þurfa þykir. Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands hafa einnig óskað eft­ir því að Rauði kross­inn sjái um rekst­ur á slík­um hús­um á Ak­ur­eyri og Eg­ils­stöðum.

Sótt­varna­hús­inu, sem er Íslands­hót­elið á Rauðar­ár­stíg og fékk viður­nefnið far­sótt­ar­húsið, var lokað í maí en verður opnað aft­ur áður en ferðamenn byrja að streyma til lands­ins á morg­un. Fyrst um sinn munu sjálf­boðaliðar sjá um vakt­ir í hús­inu. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Rauða kross­in­um.

„Sjálf­boðaliðar og starfs­fólk er til­búið til að sinna þessu sem verk­efni, sem var og er krefj­andi. Það gekk afar vel í vet­ur og ég þess full­viss að svo verði líka nú“ seg­ir Krist­ín S. Hjálm­týs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Rauða kross­ins á Íslandi.

Íslenska ríkið tók Íslands­hót­el á Rauðar­ár­stíg að leigu í lok fe­brú­ar og var húsið fyrstu tvær til þrjár vik­urn­ar nýtt sem sótt­varna­hús, þ.e. þangað fór fólk, gjarn­an ferðamenn sem höfðu ekki í önn­ur hús að venda, í sótt­kví. Eft­ir það hafi hús­inu verið breytt í far­sótt­ar­hús þar sem fólk, sem er með veiruna, dvel­ur. Gylfi Þór Þor­steins­son­ verður um­sjón­ar­maður húss­ins líkt og áður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert