Tvö rúmensk smit

Tvö kórónuveirusmit greindust síðastliðinn sólarhring.
Tvö kórónuveirusmit greindust síðastliðinn sólarhring. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvö ný kórónuveirusmit greindust á veirufræðideild Landspítalans í gær. Hinir smituðu voru tveir rúmenskir menn sem komu til landsins í síðustu viku líkt og þegar hefur verið greint frá. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við mbl.is. 

16 starfsmenn lögreglu hafa verið settir í sóttkví vegna mannanna. Fyrst 14 og svo tveir til viðbótar. Að sögn Víðis hefur enginn annar þurft að fara í sóttkví vegna þeirra. Smitrakningarteymið hafi lokið rannsókn og ekki rakið náin samskipti þeirra við annað fólk.

Alls voru 60 sýni vegna kórónuveirunnar tekin í gær, öll á veirufræðideild Landspítalans. Heildarfjöldi greindra smita er nú 1.810. Virkum smitum fjölgar þó ekki milli daga. Þau eru enn 1.810, en samkvæmt því hafa tveir náð bata síðastliðinn sólarhring. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert