Ágætur fundur en engin niðurstaða

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. mbl.is/Sigurður

Fundi samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins lauk án niðurstöðu hjá ríkissáttasemjara um klukkan 17 í dag. Boðað hefur verið til fundar klukkan 10 á fimmtudag. 

Ótíma­bundið verk­fall hjúkr­un­ar­fræðinga hefst eft­ir viku, 22. júní, ná­ist samn­ing­ar ekki fyr­ir þann tíma.

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir viðræðurnar í dag hafa verið ágætar. 

„Þetta var ágætur fundur en við kláruðum ekkert samkomulag. Þetta eru mjög snúnar viðræður en það var gott samtal og allir eru vel undirbúnir og leggja sig fram, en þetta eru virkilega erfiðar viðræður,“ segir Aðalsteinn. 

„Það er núna vika til stefnu. Báðar samninganefndir hafa verkefni til að vinna að fyrir næsta formlega fund á fimmtudag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert