Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er gestur á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem hefst kl. 10. Fundarefnið er verklag ráðherra við tilnefningar í stöður. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á mbl.is.
Tilefnið er afskipti fjármálaráðherra og starfsmanna fjármálaráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar í starf ritstjóra norræna fræðiritsins Nordic Economic Policy Review.
Horfa má á fundinn hér fyrir neðan.