Nánast óþekkt að husky bíti mannfólk

Samkvæmt samþykkt um hundahald í Reykjavík er heimilt að að …
Samkvæmt samþykkt um hundahald í Reykjavík er heimilt að að aflífa hund án frekari viðvarana hafi hann bitið tvisvar eða oftar eða valdið öðrum skaða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hundaeftirlitsmaður hjá Reykjavíkurborg segir það nánast óþekkt að hundar af gerðinni husky bíti mannfólk. Mál hunds af þeirri tegund, sem beit konu í andlit þannig að hún hlaut alverlega áverka af fyrir rúmlega tveimur vikum, er komið inn á borð hundaeftirlitsins og er í rannsókn.

Helgi Helgason segir hundaeftirlitið vera með lögregluskýrslu vegna málsins undir höndum og að verið sé að skoða málið.

„Ég hef aldrei heyrt um husky sem hefur bitið fólk,“ segir Helgi. Algengara sé að þeir bíti önnur, minni dýr.

Ekki ráðist á aðra

Næsta skref er að senda hundinn í skapgerðarmat og verður staðan metin að því loknu. Ekki leikur grunur á því að hundurinn hafi orðið fyrir slæmri meðferð, en það verður þó tekið til skoðunar.

Hundurinn hefur ekki ráðist á aðra manneskju svo vitað sé til, en samkvæmt samþykkt um hundahald í Reykjavík er heimilt að að aflífa hund án frekari viðvarana hafi hann bitið tvisvar eða oftar eða valdið annars konar skaða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert