„Reynt að flytja þá úr landi“

Maðurinn sem hér sést með svarta húfu er einn af …
Maðurinn sem hér sést með svarta húfu er einn af þeim sem skikkaðir voru til veru í sóttvarnahúsinu og fluttir þangað í sérstökum sendibíl. Morgunblaðið/Sigurður Unnar Ragnarsson

Yfirvöld vinna nú að því að senda Rúmena sem voru í hópi þeirra sem virtu reglur um sóttkví að vettugi en reyndust ekki smitaðir af kórónuveiru úr landi, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

„Það verður reynt að flytja þá úr landi sem reynast neikvæðir,“ segir Þórólfur en um er að ræða tólf einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa brotið sóttvarnalög með því að halda sig ekki í sóttkví í fjórtán daga eftir komuna til landsins. Tveir þeirra eru með virkt smit og verða því ekki fluttir úr landi. Sex Rúmenanna voru enn ófundnir þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi.

Þau tvö úr hópnum sem greindust, karl og kona, voru fyrstu sjúklingarnir sem komu á COVID-göngudeild Landspítalans í heilan mánuð. Málið hefur ekki áhrif á breytingar á móttöku þeirra sem koma til landsins sem tóku gildi í dag, að sögn Þórólfs.

Átta flugvélar eru væntanlegar til landsins í dag og með þeim um 600 farþegar. Sá fjöldi jafngildir tæpum helmingi þeirra farþega sem komu til landsins í aprílmánuði og þriðjungi af þeim farþegum sem komu hingað í maí, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert