Staðan í viðræðunum „hin undarlegasta“

Fundað verður í Karphúsinu í dag.
Fundað verður í Karphúsinu í dag. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins koma saman á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag. Þung staða er í kjaraviðræðunum.

Síðasta fundi lauk án niðurstöðu á fimmtudag og á fundinum í dag er fyrirhugað að fara yfir störf vinnuhópa deiluaðila sem funduðu hvor í sínu lagi á föstudag. „Þetta eru ýmis önnur mál sem varða samningsgerðina sem við ætlum að fara betur yfir,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í samtali við mbl.is. Launaliðurinn er engu að síður enn stærsta málið í viðræðunum. 

„Ég veit ekki orðið hvað þarf til þess að það …
„Ég veit ekki orðið hvað þarf til þess að það náist saman. Mér finnst þessi staða vera alveg hin undarlegasta í heildina,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, um stöðuna í kjaradeilum félagsins og ríkisins. Ljósmynd/Aðsend

Verkfallsundirbúningur á áætlun

Ótíma­bundið verk­fall hjúkr­un­ar­fræðinga hefst eftir viku, 22. júní, ná­ist samn­ing­ar ekki fyr­ir þann tíma. Verkfallsundirbúningur er í fullum gangi og er á áætlun að sögn Guðbjargar. „Þetta er gífurlega stórt og viðamikið verkefni sem nær til alls landsins. Við höldum undirbúningi áfram á meðan ekki semst,“ segir hún. 

Aðspurð hvort fyrirhugað verkfall komi til með að setja aukinn þrýsting á viðræður í vikunni segir Guðbjörg það óvíst. „Ég veit ekki orðið hvað þarf til þess að það náist saman. Mér finnst þessi staða vera alveg hin undarlegasta í heildina.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka