Virkjað verður í Hvalá „á öðrum hraða“

Jóhann staðfestir að framkvæmdaleyfið sé fallið úr gildi en segir …
Jóhann staðfestir að framkvæmdaleyfið sé fallið úr gildi en segir að svolítið sé síðan ákveðið var að framlengja ekki þetta tiltekna leyfi. mbl.is/RAX

„Þetta er ekki fram­kvæmda­leyfi fyr­ir sjálfa Hvalár­virkj­un held­ur fram­kvæmda­leyfi fyr­ir rann­sókn­irn­ar og sner­ist fyrst og fremst að vega­gerð upp Ófeigs­fjarðar­heiðina,“ seg­ir Jó­hann Snorri Sig­ur­bergs­son, for­stöðumaður viðskiptaþró­un­ar hjá HS Orku, um fram­kvæmda­leyfi Vest­ur­verks vegna Hvalár­virkj­un­ar sem féll úr gildi síðastliðinn föstu­dag, 12. júní.

Jó­hann staðfest­ir að fram­kvæmda­leyfið sé fallið úr gildi en seg­ir að svo­lítið sé síðan ákveðið var að fram­lengja ekki þetta til­tekna leyfi.

„Ástæðan er sú að þetta verður tekið inn í stóra fram­kvæmda­leyfið þegar og ef það fer af stað. Þess vegna var þetta látið falla úr gildi. Við hefðum getað haldið því með því að taka eina gröfu og grafa eina holu,“ seg­ir Jó­hann, en sam­kvæmt 2. mgr. 15. gr. skipu­lagslaga telst fram­kvæmd haf­in þegar hreyft hef­ur verið við yf­ir­borði jarðvegs á fram­kvæmd­astað.

„Þetta er eng­in breyt­ing og er ótengt því að við ákváðum að fresta fram­kvæmd­un­um, eða draga úr. Rann­sókn­irn­ar halda áfram, en það var ákveðið að gera þetta á aðeins öðrum hraða en hafði verið lagt upp með upp­haf­lega.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert