Leigði hjá konunni sem hann réðst á

mbl.is/Eggert

Maður sem veitti konu áverka með hníf í Reykjavík í gærmorgun hafði aðsetur í húsi sem konan leigir út, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu en hann er í gæsluvarðhaldi og verður í varðhaldi til 13. júlí.

Um alvarlega líkamsárás er að ræða en konan er ekki í lífshættu. Fyrst var greint frá leigjendasambandinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Rannsókn málsins miðar vel, betur en rannsókn lík­ams­árásar sem átti sér stað í gærnótt þegar þrír menn börðu einn mann og fóru svo með hann af vett­vangi í bif­reið. Þeirri rannsókn miðar þó ágætlega en til skoðunar er hvort um frelsissviptingu hafi verið að ræða. 

Maður­inn var flutt­ur á bráðamót­töku til aðhlynn­ing­ar en ekki er vitað um um­fang áverk­anna eða líðan manns­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert