Skimun um borð í Norrænu að ljúka

Heilbrigðisstarfsfólk bíður átekta í landgangi Norrænu.
Heilbrigðisstarfsfólk bíður átekta í landgangi Norrænu. mbl.is/Pétur Kristjánsson

„Það hefur bara gengið ljómandi vel,“ segir Árni Elísson, tollvörður á Seyðisfirði. Norræna kom til landsins í morgun með hátt í 200 farþega innanborðs, en þar eins og annars staðar býðst farþegum að fara í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í stað þess að sæta 14 daga sóttkví við komuna til landsins.

Norræna lagðist að bryggju á Seyðisfirði klukkan níu í morgun, á áætlun, og á bryggjunni beið heilbrigðisstarfsfólk tilbúið að fara um borð til að taka sýni úr farþegum.

„Færeyingarnir eru allir komnir frá borði,“ segir Árni, en Færeyingar eru undanskildir reglum þessum ásamt Grænlendingum, þar sem heimalönd þeirra eru ekki lengur skilgreind sem hááhættusvæði af íslenskum stjórnvöldum.

Sýnatökur standa enn yfir um borð í Norrænu en ganga vel og eru að klárast, að sögn rekstrarstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands á Seyðisfirði.

mbl.is/Pétur Kristjánsson
Á bryggjunni beið heilbrigðisstarfsfólk tilbúið að fara um borð til …
Á bryggjunni beið heilbrigðisstarfsfólk tilbúið að fara um borð til að taka sýni úr farþegum. mbl.is/Pétur Kristjánsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert