Sýnin frá Rúmenunum neikvæð

Fimmmenningarnir rufu sóttkví með því að mæta á lögreglustöð til …
Fimmmenningarnir rufu sóttkví með því að mæta á lögreglustöð til að láta vita um breyttan dvalarstað. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Sýnin sem tekin voru úr Rúmenunum sem gáfu sig fram til lögreglu í fyrrinótt voru neikvæð. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Fimmmenningarnir rufu sóttkví með því að mæta á lögreglustöð til þess að láta vita um breyttan dvalarstað, en þeir mættu á lögreglustöð í tveimur leigubílum. Hópsins hafði verið leitað í tengslum við annan hóp Rúmena sem eru í haldi lögreglu, en tvö þeirra voru greind með virk kórónuveirusmit og eru nú í einangrun í sóttvarnahúsi við Rauðarárstíg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert