Tvö smit greindust á Keflavíkurflugvelli

Skimun fyrir kórónuveirunni hófst á Keflavíkurflugvelli gær þar sem tæplega …
Skimun fyrir kórónuveirunni hófst á Keflavíkurflugvelli gær þar sem tæplega 900 sýni voru tekin frá farþegum sem komu hingað til lands. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Tvö ný kór­ónu­veiru­smit komu upp hér á landi síðasta sól­ar­hring sam­kvæmt nýbirt­um töl­um á covid.is. Bæði smit­in greind­ust við skimun á Kefla­vík­ur­flug­velli sem hófst í gær. Staðfest smit eru 1.812 en 1.796 hafa náð bata. 

926 sýni voru tek­in á Kefla­vík­ur­flug­velli í gær. All­ir farþegar sem lentu í Leifs­stöð kusu að fara í sýna­töku frek­ar en tveggja vikna sótt­kví. 14 sýni voru tek­in á veiru- og sýkla­fræðideild Land­spít­al­ans og 13 hjá Íslenskri erfðagrein­ingu. 953 sýni voru alls tek­in í gær og er heild­ar­fjöldi sýna orðinn 64.152. 

Sex eru í ein­angr­un með virkt smit. Tveir þeirra eru Rúm­en­ar sem lög­regl­an hand­tók um helg­ina í tengsl­um við brot á sótt­varna­lög­um og grun um þjófnað í versl­un­um á Sel­fossi og höfuðborg­ar­svæðinu.

603 eru í sótt­kví en 21.895 hafa lokið sótt­kví. 



Frétt­in hef­ur verið upp­færð. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert