Engir sumartónleikar verða í LSÓ

Listasafn Sigurjóns.
Listasafn Sigurjóns.

Tónleikaröðin „Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar“ verður ekki haldin í ár eins og verið hefur undanfarið 31 ár.

Mikil óánægja er með þetta meðal tónlistarfólks og segir Hlíf Sigurjónsdóttir, listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar til margra ára, í opinni færslu á Facebook á mánudaginn að ástæðan sé ekki Covid-19-faraldurinn „heldur áhugaleysi þeirra sem taka ákvarðanir um starfsemina í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar“. Hún segir að tónleikagestir í fyrra hafi verið um eitt þúsund og ekki hafi verið tap á þeim.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar (LSÓ) hefur frá 2012 verið rekið sem deild innan Listasafns Íslands. Anna Guðný Ásgeirsdóttir, fjármála- og mannauðsstjóri Listasafns Íslands, sagði Morgunblaðinu aðspurð um skýringar á málinu að tónleikaröðin hefði frá upphafi verið í höndum fjölskyldu Sigurjóns Ólafssonar en haldin með velvilja Listasafns Íslands. Fulltrúi fjölskyldunnar, Geirfinnur Jónsson, sem verið hefði potturinn og pannan í öllu skipulagi og undirbúningi, hefði tilkynnt henni í vor að hann treysti sér ekki til að standa fyrir tónleikunum í sumar og að ekki hefði verið sótt um styrki til að halda þá. Anna Guðný segir að þótt tónleikarnir verði ekki í sumar þýði það ekki að ákvörðun hafi verið tekin um að hætta tónleikaröðinni til frambúðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert