Fók sveiflaði skiltum á bak við Katrínu Jakobsdóttur með myndum af Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, á hátíðarhöldum á Austurvelli í dag á meðan Katrín flutti ræðu.
Á skiltunum voru myndir af Þorsteini og börnum hans og stóð á þeim „takk pabbi“ og „takk fyrir peninginn“. Sömuleiðis var stór borði fyrir aftan Katrínu sem sást vel í útsendingu Ríkisútvarpsins sem ritað var á „Við eigum nýja stjórnarskrá!“
Skiptar skoðanir hafa verið á þeim þar arfi sem eigendur Samherja greiddu afkomendum sínum fyrir fram nýlega.
Engin læti virðast hafa verið í fólkinu sem á skiltunum hélt en skiltin voru ekki það eina sem vakti athygli á hátíðahöldunum. Karlmaður var handtekinn íklæddur óhefðbundnum fjallkonubúningi á Austurvelli. Hann hafði komið sér fyrir á svölum Pósthússtrætis 13 og flutti þar ræðu.