Halda fundum áfram í fyrramálið

Ríkissáttaremjari segir að samninganefndir finni fyrir þeirri ábyrgð sem þær …
Ríkissáttaremjari segir að samninganefndir finni fyrir þeirri ábyrgð sem þær hafa, sérstaklega núna þegar styttist í mánudag. mbl.is/Sigurður

Samningafundi í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkis var að ljúka í dag, og munu viðræður halda áfram í fyrramálið.

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að þetta séu mjög þungar og snúnar viðræður, en samninganefndir hafi komið mjög tilbúnar og vel undirbúnar til borðs. Hann segir einnig að það sé mjög gott samtal á milli samninganefndanna.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðað verkfall sem mun hefjast á mánudaginn, 22. júní, ef ekki nást samningar. Undirbúningur fyrir verkfallið er enn í fullum gangi og ljóst er að slíkt verkfall myndi hafa djúpstæð áhrif á heilbrigðisþjónustu á landinu.

„Það finna allir mjög þétt fyrir þeirri ábyrgð sem við höfum, sérstaklega núna þegar styttist í mánudag,“ segir Aðalsteinn. „Við reynum að nýta þá orku á jákvæðan og uppbyggilegan hátt til að finna lausn ef hægt er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka