Mun ekki styðja nýjan formann

Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég treysti henni ekki fyr­ir for­mennsku í nefnd­inni allt frá því að hún var kos­in. Frá þeim tíma hef­ur van­traustið bara auk­ist,“ seg­ir Brynj­ar Ní­els­son, nefnd­armaður í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd og þingmaður Sjálf­stæðis­flokks.

Vís­ar hann til af­sagn­ar Þór­hild­ar Sunnu Ævars­dótt­ur, þing­manns Pírata, úr embætti for­manns nefnd­ar­inn­ar. Ástæðu af­sagn­ar­inn­ar sagði Þór­hild­ur vera linnu­laus­ar árás­ir og valdníðslu meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar.

Að sögn Brynj­ars á af­sögn­in sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar. Í spor­um Þór­hild­ar hefði hann sjálf­ur farið sömu leið. „Hún hafði tak­markað traust og nú þegar höfðu þrír lýst því yfir að þeir treystu henni ekki. Sjálf­ur hefði ég farið sömu leið í henn­ar stöðu. Þegar fólk nýt­ur ekki trausts er rök­rétt að segja af sér,“ seg­ir Brynj­ar og bæt­ir við að mik­il­vægt sé að formaður fram­an­greindr­ar nefnd­ar njóti trausts nefnd­ar­manna.

„Þegar fólk er hér í póli­tískri bar­áttu til að koma höggi á póli­tíska and­stæðinga er nefnd­in lít­ils virði í mín­um huga. Mér finnst mik­il­vægt að fólk njóti trausts og þar skipt­ir engu hvort viðkom­andi kem­ur úr meiri­hlut­an­um eða stjórn­ar­and­stöðunni.“

Nú á mánu­dag greindi Jón Þór Ólafs­son frá því að hann gerði ráð fyr­ir að taka við for­mennsku af Þór­hildi. „Sam­kvæmt samn­ing­um sem gerðir voru í upp­hafi þings fer þing­flokk­ur Pírata með for­mennsku,“ sagði Jón Þór.

Aðspurður seg­ir Brynj­ar að hann muni ekki styðja Jón Þór til for­mennsku. „Hug­mynd­ir þeirra eru með þeim hætti að þau eru ekki réttu aðilarn­ir til að leiða þetta starf. Ég mun ekki styðja hann til for­mennsku,“ seg­ir Brynj­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka