Stolt yfir fálkaorðunni

Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri …
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins, á fundinum í dag. Ljósmynd/Lögreglan

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma D. Möller landlæknir segja það afskaplega ánægjulegt að hafa hlotið fálkaorðuna á þjóðhátíðardegi Íslands í gær.

Þegar þau voru spurð út í orðurnar á blaðamannafundi almannavarna sögðust þau líta á þær sem viðurkenningu fyrir hönd hópsins sem þau eru í forsvari fyrir og þess mikilvæga og góða starfs sem þetta fólk hefur unnið í tengslum við kórónuveiruna.

„Ég tel að þessi viðurkenning, sem ég er mjög stoltur yfir, sé fyrir hönd alls þess hóps sem starfar með okkur,“ sagði Þórólfur og bætti síðar við að viðurkenningin haldi ekki fyrir honum vöku eða breyti hugsanagangi hans.

„Auðvitað erum við mjög stolt og finnst þetta mikill heiður,“ sagði Alma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert