Ferðagjöfin „ótvíræð hvatning“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Eggert

Átaks­verk­efni stjórn­valda sem snýr að ferðagjöf til lands­manna hef­ur verið hleypt af stokk­un­um.

Verk­efnið er liður í því að styðja við bakið á ís­lenskri ferðaþjón­ustu í kjöl­far COVID-19.

„Það er mjög ánægju­legt að þess­ari íviln­un í þágu ferðalaga inn­an­lands hafi nú verið hleypt af stokk­un­um. Einn og hálf­ur millj­arður er tölu­verð fjár­hæð og þó að hlut­ur hvers og eins skipti kannski ekki sköp­um fyr­ir ein­stak­ling­inn felst í hon­um er þetta ótví­ræð hvatn­ing um að nýta þá fjöl­breyttu og góðu þjón­ustu sem ís­lensk ferðaþjón­usta hef­ur upp á að bjóða,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ferðamálaráðherra í til­kynn­ingu.

„Ég þakka öll­um sem unnu hörðum hönd­um að tækni­legri út­færslu á verk­efn­inu og ég vona að þetta ís­lenska ferðasum­ar verði okk­ur sem flest­um bæði ánægju­legt og eft­ir­minni­legt.“

Á vef Ferðamála­stofu má sjá þau fyr­ir­tæki sem hyggj­ast taka á móti ferðagjöf­inni, þar með tal­in hót­el, gisti­heim­ili, afþrey­ing­ar­fyr­ir­tæki, bíla­leig­ur og veit­ingastaði auk þess sem þar er hægt að sjá ýmis til­boð í tengsl­um við verk­efnið. Enn er hægt að skrá fyr­ir­tæki til leiks.

Ein­stak­ling­ar með lög­heim­ili á Íslandi, ís­lenska kenni­tölu og eru fædd­ir árið 2002 eða fyrr fá ra­f­ræna ferðagjöf að upp­hæð 5.000 kr. Þeir sem ekki nýta gjöf­ina geta gefið hana áfram, en hver ein­stak­ling­ur get­ur notað að há­marki 15 gjaf­ir. Hægt er að nota ferðagjöf­ina til næstu ára­móta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka