Fjórir skjálftar yfir 3 að stærð

Fleiri tugir skjálfta hafa orðið á svæðinu í dag, þar …
Fleiri tugir skjálfta hafa orðið á svæðinu í dag, þar af um 20 yfir 2 að stærð. Kort/Veðurstofa Íslands

Jörð heldur áfram að skjálfa úti fyrir minni Eyjafjarðar, nánar til tekið við Gjögurtá á Flateyjarskaga. Fjórir skjálftar yfir 3 að stærð hafa mælst nú á áttunda tímanum.

Fleiri tugir skjálfta hafa orðið á svæðinu í dag, þar af um 20 yfir 2 að stærð.

Skjálfti að stærð 3,3 varð klukkan 19:03. Tveir skjálftar urðu svo með sekúndu millibili klukkan 19:11, 3,2 og 3,3 að stærð. Loks varð annar skjálfti að stærð 3,3 klukkan 19:29.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert