Ljúka LÖKE-máli með greiðslu bóta

Garðar segir málið hafa legið þungt á skjólstæðingunum.
Garðar segir málið hafa legið þungt á skjólstæðingunum. mbl.is/Árni Sæberg

Gunnar Scheving Thorsteinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, fékk í gær ásamt félaga sínum greiddar miskabætur frá ríkinu fyrir ólögmæta handtöku, húsleit og aðrar þvingunaraðgerðir sem þeir máttu þola árið 2015, þegar þeir voru handteknir í svonefndu LÖKE-máli.

Garðar Steinn Ólafsson lögmaður samdi við ríkislögmann í umboði þeirra, en skrifað var undir í síðustu viku og féð innt af hendi í gær. Garðar segir skjólstæðinga sína ekki vilja tjá sig um fjárhæðina opinberlega enda sé hún ekki það sem skipti máli.

„Það sem skiptir máli er viðurkenningin á því að það hafi ekki verið þörf á eða rétt að handtaka þá, sem lá fyrir en ríkið var tregt til að viðurkenna það,“ segir Garðar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Með þessu telur hann málinu lokið lagalega.

Gunnar og tveir aðrir, starfsmaður símafyrirtækis annars vegar og lögmaður hins vegar, voru handteknir árið 2015 vegna gruns um að Gunnar hefði flett upp nöfnum kvenna í innra kerfi lögreglunnar á árunum 2007 til 2013 og deilt upplýsingum með hinum. Síðar var fallið alfarið frá þeirri ákæru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert