„Níu árum og níu milljörðum síðan“

Steingrímur J. Sigfússon greip inn í samfelldar ræður Miðflokksmanna. Í …
Steingrímur J. Sigfússon greip inn í samfelldar ræður Miðflokksmanna. Í ræðupúlti er Ólafur Ísleifsson. mbl.is/​Hari

Miðflokks­menn héldu uppi málþófi á Alþingi í nótt en þing­fund­ur um sam­göngu­áætlun stóð til klukk­an tutt­ugu mín­út­ur yfir þrjú í nótt. Þá voru Miðflokks­menn sam­fleytt í pontu í um sex klukku­stund­ir og fluttu því er­indi hver á eft­ir öðrum, þar til Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, greip inn í. 

„For­seti hvet­ur því hátt­virta þing­menn til að hug­leiða hvort þeir geti nú ekki þjappað sín­um sjón­ar­miðum þannig sam­an að þegar þess­ari umræðu held­ur fram á næsta fundi, þá taki það ekki lang­an tíma,“ sagði Stein­grím­ur áður en hann sleit fundi. 

Þing­menn Miðflokks­ins hafa lýst sig and­snúna sam­göngu­áætlun­inni sem er gerð til fimm ára. Kváðust þeir flest­ir hverj­ir mót­falln­ir þeirri upp­bygg­ingu sem fram á að fara á al­menn­ings­sam­göng­um en Ólaf­ur Ísleifs­son, þingmaður Miðflokks­ins, sagði það hafa verið fyr­ir „níu árum og níu millj­örðum síðan“ að ráðist var í slíka upp­bygg­ingu sem hefði litlu skilað.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata. mbl.is/​Eggert

„Þetta er allt rangt“

Pírat­ar sögðust afar hlynnt­ir upp­bygg­ingu al­menn­ings­sam­gangna en Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, vísaði á bug full­yrðing­um um að hluti al­menn­ings­sam­gangna, þá helst borg­ar­línu, í áætl­un­inni væri of dýr og myndi ekki skila til­ætluðum ár­angri.

„Þetta allt er rangt,“ sagði Björn Leví og vísaði til grein­ing­ar frá ár­inu 2013 sem bend­ir til þess að mik­ill ávinn­ing­ur verði af því að fara í upp­bygg­ingu á borg­ar­línu og sömu­leiðis sé ávinn­ing­ur­inn af þétt­ingu byggðar mik­ill.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert