Á þriðja tug skjálfta hafa mælst við Gjögurtá á Flateyjarskaga það sem af er degi. Langflestir eiga þeir upptök sín úti fyrir mynni Eyjafjarðar, en svo virðist sem skjálftahrinan hafi farið stigvaxandi frá í morgun, þegar fyrsti skjálftinn mældist upp úr klukkan átta.
Sá stærsti hingað til í dag mældist 2,9 stig og varð klukkan 14.21.
Að minnsta kosti tveir aðrir skjálftar hafa mælst 2,8 að stærð, og annar af stærðinni 2,5.