Víðtækt verkfall hjúkrunarfræðinga hefst að óbreyttu á mánudag

Frá fundi hjúkrunarfræðinga í gær.
Frá fundi hjúkrunarfræðinga í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hjúkrunarfræðingar ræddu stöðu kjaraviðræðna og yfirvofandi verkfall á félagsfundi á Grand hóteli í Reykjavík í gær. Að óbreyttu hefst ótímabundið og víðtækt verkfall stéttarinnar klukkan átta á mánudagsmorgun, sem náð gæti til á þriðja þúsund hjúkrunarfræðinga víða um land.

Fundur samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins stóð frá morgni til miðs dags í gær og var þá boðaður nýr fundur, sem hefst í dag klukkan 10. Fleiri fundir eru ekki á dagskrá um helgina en verða að vonum skipulagðir í dag, takist ekki að semja.

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sagði í gær að viðræðurnar væru þungar og snúnar, en Alma Möller landlæknir sagði að kerfið yrði að reiða sig á undanþágustarfsfólk ef til verkfalls kæmi. Benti hún á að hjúkrunarfræðingar ynnu við smitrakningu og sýnatöku á Landspítalanum. Félög hjúkrunarfræðinema lýstu yfir stuðningi við baráttuna í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert