12 snarpir skjálftar á 12 klukkustundum

Kort/Veðurstofa Íslands

Skjálfti af stærð 3,8 varð 15,5 kílómetra norðvestur af Gjögurtá klukkan 3:47 í nótt.

 Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu síðan um hádegi í gær en á milli klukkan sjö og átta í gærkvöldi færðist aukið líf í hrinuna. Tíu skjálftar yfir 3 að stærð hafa orðið síðan klukkan sjö í gærkvöldi.

Skjálftar á svæðinu eru orðnir nokkur hundruð á innan við sólarhring.

Uppfært kl. 7:20: Tveir skjálftar yfir 3 að stærð urðu á sjöunda tímanum í morgun. Annar 3,2 að stærð klukkan 6:35 og hinn 3,6 að stærð klukkan 6:50. Tólf skjálftar yfir 3 að stærð hafa því orðið á innan við 12 klukkustundum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert