Bað þingmenn Miðflokksins að sofa vel

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, bað þingmenn Miðflokksins að takmarka …
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, bað þingmenn Miðflokksins að takmarka ræðutíma sinn svo hægt væri að standa við áform um að ljúka þingstörfum fyrir lok næstu viku. mbl.is/​Hari

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, for­seti Alþing­is, seg­ir það von­brigði að þing­menn sitji fast­ir á sama stað í lok þing­fund­ar dags­ins.

Sam­göngu­áætlun var rædd fram á nótt á föstu­dag og hófst þing­fund­ur dags­ins klukk­an 10:30 á sama dag­skrárlið og var hann enn til umræðu þegar fundi var slitið á átt­unda tím­an­um í kvöld. 

Þing­menn Miðflokks­ins eru sakaðir um málþóf, meðal ann­ars af Kol­beini Ótt­ars­syni Proppé þing­manni Vinstri grænna. Stein­grím­ur bað þing­menn Miðflokks­ins að tak­marka ræðutíma sinn svo hægt væri að standa við áform um að ljúka þing­störf­um fyr­ir lok næstu viku. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið tíðrætt um borgarlínuna …
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, þingmaður Miðflokks­ins, hef­ur verið tíðrætt um borg­ar­lín­una á þingi síðustu daga.

Þing­menn Miðflokks­ins töluðu í um átta klukku­stund­ir á þing­fundi dags­ins og fluttu á milli 70 og 80 ræður. „Til upp­lýs­inga má nefna að þing­menn Miðflokks­ins hafa nú í þess­ari síðari umræðu um sam­göngu­áætlun sam­tals talað í rétt tæp­ar 1000 mín­út­ur, á milli 16 og 17 klukku­stund­ir og haldið um 16 ræður. Ég bið hátt­virta þing­menn Miðflokks­ins að sofa á þess­um upp­lýs­ing­um um helg­ina og sofa vel,“ sagði Stein­grím­ur, rétt áður en hann sleit þing­fundi. 

Næsti þing­fund­ur verður á mánu­dag klukk­an 11.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert