Kynnisferðir aftur af stað

Lagt af stað. Halldór Björnsson leiðsögumaður lengst til vinstri.
Lagt af stað. Halldór Björnsson leiðsögumaður lengst til vinstri. mbl.is/Sigurður Bogi

Eftir þriggja mánaða stopp fóru Kynnisferðir í gær í fyrsta leiðangurinn með erlenda ferðamenn út á land. Vegna kórónaveirunnar hefur ferðaþjónustan verið í dái, en er nú að komast aftur á skrið.

„Þetta er gleðidagur,“ segir Haukur Júlíusson hjá Kynnisferðum í Morgunblaðinu í dag. Ellefu manns af ýmsu þjóðerni voru í hópnum sem fór Gullhringinn; það er Þingvelli, Geysi og Gullfoss og kom í bæinn síðdegis.

Út júlímánuð verða Kynnisferðir aðeins með á áætlun ferðir um Gullna hringinn og suðurströndina; það er úr Reykjavík og austur í Vík í Mýrdal. Farið er eftir bókunum hverju sinni. Íslendingar eru svo farnir að stimpla sig inn og spyrja talsvert um ferðir í Þórsmörk og Landmannalaugar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert