Milljarða framtíðarskuld árlega

mbl.is/ÞÖK

„Á hverju ári myndast framtíðarskuld á ríkissjóð upp á 3 til 4 milljarða , það eru örorkubætur fyrir lífstíð sem þessi börn þurfa í framtíðinni,“ segir móðir 15 ára stúlku á einhverfurófi sem glímir við kvíða og þunglyndi.

Á hún þar við hóp barna í svipaðri stöðu og stúlkan sem bætast við kerfið á hverju ári en fá ekki meðferð. „Landspítalinn telur það ekki í sínum verkahring að hjálpa þeim,“ segir hún í sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem út kom í morgun.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir of marga falla á milli í kerfinu en tíma taki að breyta því. Allir séu að gera sitt besta en „vandinn er að þetta er eins og stórt olíuskip sem tímafrekt er að snúa“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert