Þungar áhyggjur af verkfalli

Á gjörgæsludeild Landspítalans.
Á gjörgæsludeild Landspítalans. Ljósmynd/Landspítali/Þorkell

Mikið þarf til að samningar náist milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins áður en boðað verkfall skellur á að morgni mánudags. Þetta segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í Morgublaðinu í dag. Samninganefndir hittast á fundi í Karphúsinu klukkan 9:30 í dag.

Undirbúningur fyrir verkfall er hafinn, en verkfallsstjórn félagsins hefur starfað í á þriðju viku. „Þetta er heilmikil skipulagning,“ segir Guðbjörg. Ljóst er að mikið mun mæða á undanþágunefnd félagsins, en Alma Möller landlæknir hefur sagt að komi til verkfalls þurfi kerfið að reiða sig á undanþágustarfsfólk. „Undanþágunefndin fer yfir hverja einustu beiðni. Það er öllum ljóst sem fara í verkfall að lífi og limum verður ekki ógnað,“ segir Guðbjörg.

Landlæknisembættið hefur eftirlitshlutverk með heilbrigðisþjónustu í landinu, og hefur landlæknir setið skipulagsfundi á Landspítala þar sem starfsemi spítalans er búin undir verkfallið.

Að sögn Kjartans Hreins Njálssonar, aðstoðarmanns landlæknis, er viðbúið að embættið sæki um undanþágur fyrir hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá embættinu og hafa eftirlit með starfsemi heilbrigðisstofnana. „Komi til verkfalls þurfum við að geta staðið í ákveðnu eftirliti á heilbrigðisstofnunum til að sjá hver staðan er. Þess vegna þurfum við að hafa okkar starfsfólk í vinnunni,“ segir Kjartan Hreinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka